Færsluflokkur: Bloggar

Eru ofsóknir í uppsiglingu gegn refnum.

Refurinn hefur verið hér á landi frá því á ísöld. Hann var eina innlenda landspendýrið hér á landi þegar fyrsti landnámsmaðurinn nam hér land. Frá landnámi hefur refnum ekki tekist að éta sig út á gattinn eða náð að útrýma hér dýrategund eins og okkur mannfólkinu tókst með útrýmingu á Geirfuglinum.

Hvað réttlætir veiðar og ofsóknir á ref fyrir utan drápsfíknina? 

Hvað réttlætir það að koma upp friðlandi fyrir fugla á kostnað annars villt dýrs sem hefur sama réttinn til lífsins og hvert annað villt dýr.


mbl.is Refurinn er kominn til Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur tók Kahn á teppið.

Eða þannig. Allavega lýtur Össur þannig á það, held ég.

Sjáið þið Össur ekki fyrir ykkur alveg eldrauður í framann vegna þeirra ókurteisi AGS að hunsa okkur fund eftir fund. En svo þegar til kom þorði hann ekki að láta í ljós reiði Íslensku þjóðarinnar. Í stað þess gaf Össur, Dominique Strauss-Kahn aðalframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skyrslu um stöðu ICESAVE og hefur svo líklega spurt hann hvort þetta væri honum og sjóðnum þóknanlegt.

Þetta kallast nú að vera meðvirkur þegar að þú veist að það sé verið að gera eitthvað ljótt við Íslensku þjóðina.


mbl.is Átti fund með Strauss-Kahn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna tók puttann úr gatinu.

Stíflan er brostinn.

Útsalan er hafinn

Íslendingar borga brúsann með hækkandi gjöldum rafmagns og hitaveitu.

Íslendingar eru þó ekki búnir að borga bankahrunið.


mbl.is Stærsti álframleiðandi Kína spáir í Þeistareyki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar reglur?

Hvernig getur byggingarfulltrúi gefið það út að það séu engar reglur í gildi?

"Hann segir ríkja „force majeure" ástand eins og er. Ekki sé farið að reglum og erfitt að koma við þvingunum."

Þannig að það hefur ekkert breyst við hrunnið. Sama lögleysan og borgin veigrar sér en við að beita þvingunum nema gegn venjulegum íbúðareigendum eins og nýlega kom í ljós.

Hverjir greiða laun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar?

Skattgreiðendur?  


mbl.is Sár í borgarmyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenska!!

Af hverju kemur þetta ekkert á Óvart? Af hverju verður maður samt fyrir miklum vonbrigðum? Á þetta samfélag einhverja von um bata?

Hér mun ekki duga afsökun.

 


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorunn!

Skora á starfsmenn Landsbanka sem eiga eitthvað eftir af sjálfsvirðingu, að ganga út og ekki mæta aftur til vinnu fyrr en þessar ásakanir á Gamla Landsbanka og fyrrverandi stjórnendur hans verði komið í opinbera rannsókn.

Ef þessar ásakanir eru réttar og ekki fæst úr þeim skorið hver sé gerandinn liggja allir starfsmenn Landsbanka sem áður voru starfsmenn Gamla Landsbanka undir grun um misbeitingu valds og ofbeldi.

 


mbl.is Anna Kristine var þjófkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nóg að gera hjá Gísla Marteinn.

Spurningin er bara sú hvort að hann Cool  hafi tíma til að líta upp úr Fésbókinni?
mbl.is Gísli Marteinn formaður umhverfis- og samgönguráðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herramenn eða dusilmenni?

Hafi nokkur verið í vafa um innræti breskra ráðamanna þá þarf hinn sami ekki að velkjast með þær vangaveltur lengur. Nú þarf að kalla sendiherra Breta á teppið og krefjast skýringa og vísa honum síðan heim og leyfa Bretum að hugsa sinn gang.

Olía er vináttu sterkari. Eða hvað skyldu Bretar hafa gert ef Íslendingar væru olíuframleiðslu þjóð?

Svei ykkur Bretar.


mbl.is Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskyldumorð/heimilismorð.

Hvernig færi að menn borguðu skuldirnar sínar og bættu fjölskyldum og heimilum það tjón sem þeir hafa valdið.


mbl.is Lýður: Mannorðsmorð leyfð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli, Eiríkur og Helgi!

Á kosningadag suðrí Staðarsveit voru þeir bræður Gísli, Eiríkur og Helgi fengnir til að sitja yfir kjörkössum eins og við sauðburð væri. Eftir að hafa borið sólarljósið inn með höfuðfötum sínum og slegið botninn, sem varð eftir suðrí Borgarnesi, í kjörkassann settust þeir bræður niður við eftirlætis iðju sína. En það er að segja sögur svona helst af sjálfum sér.

Dagurinn leið og mikill umgangur var á kjörstað en það truflaði þá bræður ekki við iðjuna. En svo ber við þegar komið er að lokun kjörstaðar að þeir bræður uppgötva að þeir hafa vafið saman höndum sínum þannig að þeir vita ekki hver á hverja hendi. Nú voru góð ráð dýr og þeir sáu fram á að geta ekki kosið áður en þeir þyrftu að loka kjörstað. Það vildi þeim til happs að ferðamaður á leið í heilsubað átti leið framhjá og báðu þeir hann aðstoðar. Kleip ferðamaðurinn þá í handleggina svo þeir finndu hvaða hendi þeir ættu og gátu þeir bræður þannig leyst hnútinn sem hendur þeirra voru komnar í. Eftir að hnúturinn var leystur lokuðu þeir bræður Gísli , Eiríkur og Helgi kjörstaðnum, snöruðu sér á nýleg fjórhjólin, hringdu á kjörstað í Ólafsvík, sögðu farir sínar ekki sléttar og boðuðu komu sína á kjörstað. Nú segir ekki af ferðum þeirra bræðra fyrr en þeir koma á kjörstað í Ólafsvík rétt fyrir lokun. Inn á kjörstað sjá þeir óvenjulega sjón. Allt umturnað og menn liggjandi stirðnaðir með hlátursgrettur á svip. Töldu þeir bræður að hér hefði Svínaflensan riðið yfir. Drógu þeir djúpt andann og þustu að næsta kjörkassa til að greiða atkvæði sín.

Þeir bræður eru jú heiðvirðir menn sem lætur létt að játa mistök og axla ábyrgð.


mbl.is Gleymdu að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband