13.12.2010 | 09:23
Eru ofsóknir í uppsiglingu gegn refnum.
Refurinn hefur verið hér á landi frá því á ísöld. Hann var eina innlenda landspendýrið hér á landi þegar fyrsti landnámsmaðurinn nam hér land. Frá landnámi hefur refnum ekki tekist að éta sig út á gattinn eða náð að útrýma hér dýrategund eins og okkur mannfólkinu tókst með útrýmingu á Geirfuglinum.
Hvað réttlætir veiðar og ofsóknir á ref fyrir utan drápsfíknina?
Hvað réttlætir það að koma upp friðlandi fyrir fugla á kostnað annars villt dýrs sem hefur sama réttinn til lífsins og hvert annað villt dýr.
Refurinn er kominn til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ì Kaupmannahöfn og London er fullt af lausum refum og engum dettur ì hug ad skjòta thà, enda òforsvaranlegt ad beita skotvopnum ì borgarlandinu. Refir eru skemmtileg dyr og Ìslendingar verda ad geta hamid dràpsfìknina enda stafar engin hætta af refum. Nù er ordid svo mikid af villtum kanìnum, sem refurinn getur gætt sèr à.
Stefan (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 09:32
Já pössum upp á rebba, leyfum honum að éta lömbin og mófuglanna. Síðan skulum við friða mýs og rottur. Þá verðum við vonandi laus við helvítis mófuglanna,, leiðinda tíst í þeim á morgnanna
Ráðsi, 13.12.2010 kl. 09:54
Líklegt er að engar sem litlar vistfræðirannsóknir hafi farið fram um samspil minka og refa.
Nú eru bæði þessi dýr með áþekkt hegðunarmynstur: þau tileinka sér óðöl, þ.e. veiðilendur og verja þau með kjafti og klóm.
Þegar minkar sluppu úr búrum voru refirnir skotnir umvörpum um allt land. Var það til að greiða fyrir útbreiðslu minksins? Ekki er ólíklegt að svo hafi verið enda eru refir fremur auðveldari veiðibráð en minkar sem eiga auðveldara með að leynast vegna þess að þeir eru minni en refir.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 13.12.2010 kl. 10:42
Þetta er er ekki spurning um að passa upp á rebba heldur sína honum sanngirni.
Svo er það bænda að passa upp á lömbin sín annað er vanræksla.
Mínkur er aðskota dýr í Íslenskri náttúru fyrir tilstuðlan manna. Og þannig höfum við, íbúar þessa lands meiri áhrif á dýraríkið, Fugla og fiska í vötnum, en refurinn getur nokkurn tíman haft.
Þórður Runólfsson, 13.12.2010 kl. 11:37
http://www.visir.is/refur-redst-a-tviburasystur/article/2010837149487
Hvað segirðu stefán um að refurinn geri eigum manni mein?
Þórður, eigum við ekki að taka upp sama kefi og tíðkast annarstaðar þar sem refurinn er ekki skotin til að verja búfénað, þar að seiga að ríkið bæti OLLUM þeim sem verða fyrir tjóni af völdum rebba? Treystu mér, það er ódýrara og þjóðhagkvæmara að skjóta hann og halda niðri
Brynjar Þór Guðmundsson, 13.12.2010 kl. 17:46
Brynjar: Kettir hafa líka ráðist á börn http://query.nytimes.com/gst/abstract.html?res=F70711FA3E5417738DDDAC0994DD405B808DF1D3
Sem og hundar, öll húsdýr, fuglar o.s.frv.
Búfénaður hefur meira að segja ráðist á fólk.
Eigum við þá ekki að skjóta öll dýr til að koma í veg fyrir að þau ráðist á fólk eða önnur dýr?
Karma (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 18:12
Minn kæri karma, Þú ættir að athuga hvað ég er að vís í og spyr viðkomandi.
//" Ìslendingar verda ad geta hamid dràpsfìknina enda stafar engin hætta af refum."// -Stefan (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 09:32
Ég geri mér fulla grein fyrir því að sum dýr geta reins skeinuhætt, inbrotsþjófur nokkur lenti illa í tiiuswa(eða hvernig sem það er stafsett). Lítil skorkvikindi hafa bitið menn til bana. En vertu ekki að setja mér orð í munn, ég er fullfær um það sjálfur og vertu málefnalegur
Brynjar Þór Guðmundsson, 13.12.2010 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.