Eru afbrotamenn á "Guðs vegum"

 

Á að birta þjóðerni afbrotamanna?

Ég tel að einnig ætti að birta hverjar trúar afbrotamennirnir séu. Ég var eitt sinni farþegi í bíl sem var ekið af sannkristnum manni. Hann ók bílnum á ofsahraða og hafði augun á allt öðru enn veginum. Ég spurði þann sannkristna hverju þessu sætti og hann svaraði því til að "hann æki á Guðs vegum". Ég sagði honum að mig myndi ekki til þess að Guð hefði lagt veginn á milli Reykjavíkur og Hveragerðis og að mér fyndist lífi mínu vera ógnað með þessum hugsunar hætti og viðhorfi til lífsins.

Þessi lífsreynsla hefur verið mér ættíð hugleikin og hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þetta viðhorf, þess sannkristna, til sjálfssýns og lífsins í kringum sig sé megin orsök hraðaksturs og þeirra slysa sem honum fylgir.

 Það er alveg á hreinu í mínum huga, miða við þau viðbrögð sem hraðakstur hefur fengið í þjóðfélaginu öllu, að 70 - 80% sé á sömu skoðun og ég.

Nú má líklega búast við að forsjárhyggju- og skömmtunarmenn stökkvi hér upp með andfælum, enn það er bara þeim mönnum frjálst.

Með vinsemd og virðingu

Þórður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband