Mér finnst þessi mótmæli gjörsamlega út í hött, fyrir mér er þetta eins og krakki væla í foreldrum sínum yfir því að sólin sé farin og farið sé að rigna, í stað þess að fara bara í regngalla, setja hausinn undir sig og drífa sig út.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið undanfarinn misseri og á bara eftir að hækka í framtíðinni m.a. vegna vaxandi olíunotkun Kínverja og þerrandi olíulinda heimsins.
Það hefur ekki farið framhjá neinum að krónan hefur veikst feiknar mikið undanfarið og það á að sjálfsögðu mjög stóran þátt í hækkun olíuverðs á Íslandi. Viðskiptahalli Íslands hefur verið allt of mikill undanfarið, við höfum flutt miklu meira inn heldur en út (við höfum eitt mera en við öflum!). Þetta höfum við geta gert vegna þess að hingað hefur streymt erlent lánsfé í stórum stíl og því hefur krónan haldist allt of sterk hingað til. Nú hefur krónan fallið og komið að skuldardögum!!
Við þurfum að fara draga úr innflutningi og auka útflutning og ef stjórnvöld fara að lækka álögur á INNFLUTU eldsneyti mun það klárlega ekki draga úr innflutningi!
Ég hef nú einhverja samúð með atvinnubílstjórum, þar sem þetta er nú þeirra lifibrauð, en þeir verða bara að hækka verðið á sinni þjónustu og við þurfum bara öll að taka þann kostnað á okkur, það er nú einu sinni komið að skuldardögum.
Ég er algjörlega á móti því að fara lækka álögur á eldsneyti sérstaklega til atvinnubílstjóra. Þungir vörubílar slíta götum og vegum landsins amk hundrað sinnum meira á hvern ekin km en meðal fólksbíll, á meðan eyða þeir ekki nema 5 til 10 sinnum meira eldsneyti. Því eru þeir ekki í raun að borga allan sinn þátt samkostnað þjóðarinnar við halda uppi vegakerfi landsins. Enn og aftur bendi ég mönnum á að hækka þjónustugjöld sín ef bílstjórum finnst þeir ekki fá viðunandi laun fyrir sína vinnu. Borga atvinnubílstjórar VSK-inn því eldsneyti sem þeir nota? Er vegagjald eldsneytis ekki ákveðið margar krónur á lítir, óháð eldsneytisverði?
En frístundabílstjórar á síþyrstum risajeppum...!! Að þeir skuli voga sér að væla yfir háu eldsneytisverði og kvarta undan því að ríkissjóður skuli vera að skila afgangi. Við eigum í raun að vera þakklát fyrir það, sérstaklega núna á þessum síðustu og verstu tímum. Nú þegar farið er að harðna í árinni er mjög gott að ríkissjóður hafi eitthvað upp að hlaupa og sé ekki á kafi í skuldum. Það er svo margt þarfara sem má nota þessa peninga í en afsláttur til manna í bílaleik upp á fjöllum. Eins og t.d. sífjársvelt heilbrigðiskerfi, auknar lífeyrisgreiðslur til aldraðra og uppbygging og viðhald vegakerfis. Ég vill amk frekar sjá þessa peninga fara í veik börn á sjúkrahúsum landsins.
Það að stífla aðalumferðaræðar borgarinnar er gjörsamlega óafsakanlegt. Ef barn kemst ekki á sjúkrahús í tæka tíð vegna þess að sjúkrabíllinn var fastur, ætla þá forsvarsmenn þessara mótmæla bæta foreldrum þess missinn?
Mótmælin ættu frekar að snúast að olíufélögum þessa lands, þau hafa verið að maka krókinn undanfarin ár!!
Athugasemdir
Mér finnst þessi mótmæli gjörsamlega út í hött, fyrir mér er þetta eins og krakki væla í foreldrum sínum yfir því að sólin sé farin og farið sé að rigna, í stað þess að fara bara í regngalla, setja hausinn undir sig og drífa sig út.
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið undanfarinn misseri og á bara eftir að hækka í framtíðinni m.a. vegna vaxandi olíunotkun Kínverja og þerrandi olíulinda heimsins.
Það hefur ekki farið framhjá neinum að krónan hefur veikst feiknar mikið undanfarið og það á að sjálfsögðu mjög stóran þátt í hækkun olíuverðs á Íslandi. Viðskiptahalli Íslands hefur verið allt of mikill undanfarið, við höfum flutt miklu meira inn heldur en út (við höfum eitt mera en við öflum!). Þetta höfum við geta gert vegna þess að hingað hefur streymt erlent lánsfé í stórum stíl og því hefur krónan haldist allt of sterk hingað til. Nú hefur krónan fallið og komið að skuldardögum!!
Við þurfum að fara draga úr innflutningi og auka útflutning og ef stjórnvöld fara að lækka álögur á INNFLUTU eldsneyti mun það klárlega ekki draga úr innflutningi!
Ég hef nú einhverja samúð með atvinnubílstjórum, þar sem þetta er nú þeirra lifibrauð, en þeir verða bara að hækka verðið á sinni þjónustu og við þurfum bara öll að taka þann kostnað á okkur, það er nú einu sinni komið að skuldardögum.
Ég er algjörlega á móti því að fara lækka álögur á eldsneyti sérstaklega til atvinnubílstjóra. Þungir vörubílar slíta götum og vegum landsins amk hundrað sinnum meira á hvern ekin km en meðal fólksbíll, á meðan eyða þeir ekki nema 5 til 10 sinnum meira eldsneyti. Því eru þeir ekki í raun að borga allan sinn þátt samkostnað þjóðarinnar við halda uppi vegakerfi landsins. Enn og aftur bendi ég mönnum á að hækka þjónustugjöld sín ef bílstjórum finnst þeir ekki fá viðunandi laun fyrir sína vinnu. Borga atvinnubílstjórar VSK-inn því eldsneyti sem þeir nota? Er vegagjald eldsneytis ekki ákveðið margar krónur á lítir, óháð eldsneytisverði?
En frístundabílstjórar á síþyrstum risajeppum...!! Að þeir skuli voga sér að væla yfir háu eldsneytisverði og kvarta undan því að ríkissjóður skuli vera að skila afgangi. Við eigum í raun að vera þakklát fyrir það, sérstaklega núna á þessum síðustu og verstu tímum. Nú þegar farið er að harðna í árinni er mjög gott að ríkissjóður hafi eitthvað upp að hlaupa og sé ekki á kafi í skuldum. Það er svo margt þarfara sem má nota þessa peninga í en afsláttur til manna í bílaleik upp á fjöllum. Eins og t.d. sífjársvelt heilbrigðiskerfi, auknar lífeyrisgreiðslur til aldraðra og uppbygging og viðhald vegakerfis. Ég vill amk frekar sjá þessa peninga fara í veik börn á sjúkrahúsum landsins.
Það að stífla aðalumferðaræðar borgarinnar er gjörsamlega óafsakanlegt. Ef barn kemst ekki á sjúkrahús í tæka tíð vegna þess að sjúkrabíllinn var fastur, ætla þá forsvarsmenn þessara mótmæla bæta foreldrum þess missinn?
Mótmælin ættu frekar að snúast að olíufélögum þessa lands, þau hafa verið að maka krókinn undanfarin ár!!
Gummi Þór (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.