3.1.2009 | 14:27
Ritskoðun Moggans og hagræðing hagfræðingsins!
Enn og aftur kemur upp ritskoðun á Moggavefnum til verndar lygum og óheiðarleika. Birti hér fréttina með leyfi til athugasemda:
Taldi sér ógnað
Ólafur Klemensson hagfræðingur, kveðst ekki hafa ógnað mótmælendum á gamlársdag en á mynd af atburðunum við Hótel Borg sést Ólafur bregða hönd á loft. Maður á mínum aldri stendur ekki í slagsmálum niðri í bæ. Ég var á göngu ásamt öðrum niðri í bæ og einhverra hluta vegna lentum við í þvögunni. Þegar við vorum næstum komnir út úr þvögunni var farið að ýta við okkur og slegið í bakið á mér, segir Ólafur.
Hann segir að hrópað hafi verið að þeim að hunskast burt. Þeir hafa ekki talið okkur æskilega í þessum hópi. Það var augljóst að það var verið að ógna okkur og ég taldi að það yrði hjólað í okkur. Á tímabili var ég skíthræddur um að maður yrði undir þessu liði sem gerði sig til alls líklegt. Þetta voru bara eðileg viðbrögð. Ég snerist einfaldlega til varnar.
Athugasemdir
Það er fjöldi fólks farið að tala um þetta. Ég hef barist við þessar sjálfskipuðu ritskoðunarlöggur í fjölda ára:
Ritskoðun á MBL blogginu
Ritskoðarara Moggans vinna langt fram á kvöld að ritskoða bloggið. Eins og húsbóndahollir hundar stýra þeir umræðunni í hagsmunagæslu fyrir helstu svín landsins og vonbiðla hluthafjár í Árvakri.
Í hvert sinn sem ég minnist orði á Hrein Loftsson í grein sem tengd er við einhverja frétt, er tengingin rofin. Tenging er einnig rofin ef ég minnist á sorpritið DV or nafnlausu ritrotturnar á DV-malefnin.com. Sama á við ef ég bendi á þessa vefsíðu: www.sorprit.com
Einn athugull bloggari, Sigurður Ingi, vakti athygli mína á því að ein greinin sem ég tengdi við væri horfin af Morgunblaðs vefnum en þar var fjallaði um að uppsögn fyrrum forstjóra Tal væri óréttmæt. Sigurður spyr: "Hver hefur vald til að láta fréttir hverfa sporlaust??". Ég áframsendi spurninguna til mbl bloggritstjórnarinnar, þeir svöruðu öðru en slepptu þessu atriði.
Þeir fjarlægðu mig einnig úr umræðuhópnum forsíðu MBL bloggsins án þess einu sinni að láta mig vita. Feluleikurinn tókst þeim ekki betur en svo að rúmar 10,000 greinar voru lesnar á bloggsíðu minni síðustu viku og var bloggið mitt ellefta (áður fjórða) vinsælasta á vef Morgunblaðsins dagana sem Moggaklíkan reyndi að fela það frá lesendum. Kvartaði, vona að þeir reyni þetta ekki aftur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég hef lent í dapurlegri meðferð Morgunblaðsins. Á sama tíma og Morgunblaðið kastaði steinum úr glerhöll sinni á stjórnvöld í Rússlandi með hör ðum ádeilum á aðdraganda forsetakosninga þar í landi, sem þeir sögðu nauðgun á lýðræðinu, var mér meinaður allur aðgangur að blaðinu til að kynna mín stefnumál í Íslenskum forsetakosningum.
En Mogginn lét ekki þar við sitja, dagana fyrir kosningar brutu þeir meira segja stjórnarskrána með því að halda úti áróðri að fólk skilaði auðu í kosningunum frekar en að kjósa þá sem í framboði voru.
Á meðfylgjandi mynd má sjá dæmi um skrumskælingu lýðræðis á Íslandi í Morgunblaðinu. Til hægri á myndinni er spjald með úrklippum með umfjöllun Morgunblaðsins um störf og framboð forseta Íslands. Á sama tíma birtist um 10x10cm stúfur um mitt framboð. Þeir birtu ekki einu sinni fréttatilkynningu framboðsins heldur agnarlitla tilvitnun um framboðið sem aðstandendum Morgunblaðsins var þóknanlegt.
Boðskapur forsetaframboðs míns komst að sjálfsögðu engan vegin til skila. Niðurstaðan í lýðveldinu Íslandi, þar sem "frjálsir og óháðir fjölmiðlar" deildu á fjölmiðlamisnotkun í Rússlandi, var síðan sú að forseti var kjörinn á Íslandi í kosningum að sovéskri fyrirmynd.
Ástþór Magnússon Wium, 3.1.2009 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.