Subbuskapur!!

Ótrúlega subbuleg aðkoma lögreglunnar að þessu máli. Er lögreglan í niðurrifs-verktöku hjá Björgúlfunum?
mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sammála með subbuskap lögreglunnar sem endurspeglar vanhæfni litla hrokafulla lögreglustjórans í Reykjavík og ríkislögreglustjóraglæpafíflsins. En hvernig er með hústökufólkið? Er enginn subbuskapur þar? Heitir þessi gjörningur þeirra ekki nytjastuldur á lagamáli og er refsiverður samkvæmt hegningarlögum? Við mótmælendur verðum að gæta þess að okkur er ekki allt leyfilegt í skjóli hugsjóna þótt við þurfum að geta beitt okkur þegar valdníðslan ætlar allt að drepa. Ég get ekki séð að það varði almannaheill eða almannahagsmuni hvort eigandi húss lætur það standa autt eða ekki. Má t.d. hver sem er taka bílinn minn án míns leyfis ef ég er ekki að nota hann um tíma? Hvað með skóna mína? Eða jakkafötin sem ég nota bara í jarðarfarir? Við verðum að virða ákveðin mörk því það að vera á móti einhverju afsakar ekki allt ...bara sumt.

corvus corax, 15.4.2009 kl. 15:44

2 identicon

corvus corax, þegar bíllinn þinn er búinn að standa ónotaður svo lengi að það má flokka hann sem umhverfissóðaskap, er hann dreginn burt. Jakkafötin sem þú notar bara við jarðarfarir eru væntanlega hreinsuð og geymd í upphituðu húsnæði. Ef vitað væri að þú ætlaðir að henda þeim, þau hefðu legið í haug í óupphitaðri geymslu í 3 ár, kominn mölur í þau og einhver róninn búinn að æla í þau, þá væri bara hið besta mál ef einhver vildi nota þau.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:08

3 identicon

Húsnæði hefur allt aðra þýðingu en bíll, Krummi. Húsnæði tekur óumflýjanlega nokkurn landskika – og landið, jörðin, er nokkuð sem enginn ætti að geta átt í sama skilningi og þú átt bílinn þinn.

Eigandinn ætlaði nefnilega ekkert að nota húsið. Hann ætlaði að nota landið. Húsið stendur til niðurrifs en sjálfur hefur eigandinn lýst því yfir að uppbygging sé ekki á næsta leiti.

Eignarrétturinn er ekki heilagur (lögin leyfa meira að segja ríkinu að hefta nokkuð meðferð eiganda á landareign sinni) en jafnvel þó þú lítir svo á, þá er þessi útburður í besta falli óþarfur. Tilgangurinn er auðvitað að senda skilaboð – það er sko bara ekki neitt sem heitir ókeypis máltíð.

Vífill (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:10

4 identicon

Enda er ekki neitt sem heitir ókeypis máltíð.... í hvers konar draumaveröld heldur fólk að við búum í?

Brynjar (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:26

5 identicon

Veröldin er eins og mennirnir fara með hana. Ef við viljum búa í draumaveröld þá er ekki seinna vænna að fara að leggja drög að sköpun hennar.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 16:32

6 Smámynd: corvus corax

Ég er hjartanlega sammála um subbuskap lögreglunnar enda er ég einn þeirra sem fékk að kenna á honum í mótmælum við Alþingishúsið í janúar sl. Ég er hinsvegar ekki alveg sammála hústökufólkinu þar sem húsið er í einkaeigu en ekki í eigu almennings, þ.e. ríkisins eða sveitarfélags. Ef um almenningseign væri að ræða þætti mér málstaður hústökufólksins í þessu tilfelli miklu betri og auðskiljanlegur.
Og svona af gefnu tilefni, mér finnst Eva Hauks er alltaf jafn góður skríbent þótt hún setji ofan í við mig í þessu tilfelli.

corvus corax, 15.4.2009 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband