Framsóknarmenska!!

Af hverju kemur þetta ekkert á Óvart? Af hverju verður maður samt fyrir miklum vonbrigðum? Á þetta samfélag einhverja von um bata?

Hér mun ekki duga afsökun.

 


mbl.is Gegn markmiðum Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Þetta hefur ekkert með "Framsóknarmennsku" að gera.

Svona til þess að halda því til haga - þá hefur vinur minn Magnús Árni einungis verið í Framsóknarflokknum í örfáa mánuði eftir að hafa verið í áratugi aktívur í Sjálfstæðisflokknum - og lengi í stjórn SUS

En látum það vera

Magnús Árni var valinn í Seðlabankann vegna þess að hann er vel tengdur hagfræðingur með mikla reynslu meðal annars í rannsóknum á húsnæðismarkaði og húsnæðislánamarkaði.

Ég mótmæli því hins vegar að Magnús Árni hafi verið að vinna gegn hagsmunum almennings þegar hann gerir þau mistök að vera milligönguaðili fyrir erlent miðlarafyrirtæki og íslenskt fyrirtæki sem starfar á heimsvísu.

Magnús Árni er ekki að brjóta nein lög.

Hins vegar er þetta dómgreindarleysi af hans hálfu - þar sem hann situr í stjórn Seðlabankans.

Minni á þaulsetu Jóns Sigurðssonar Samfylkingarmanns - sem fylgdi ekki frábæru fordæmi Sigríðar Ingadóttur flokkssystur sinnar sem sagði sig úr stjórn Seðlabankans vegna mistaka stjóranr bankans.

Sá tvískinnungur stóð ekki í Samfylkingarfólki sem nú hefur grjótkast úr glerhúsi.

Hallur Magnússon, 12.9.2009 kl. 09:16

2 Smámynd: Þórður Runólfsson

Við getum ekki gefið afslætti lengur. Og ekki ætlast þú Hallur, til þess að Magnús Árni sýni sama siðferðisbrest og Jón Sigurðsson í stað þess að taka Sigriði Ingadóttur sér til fyrirmyndar. Það ætti reyndar að reisa henni styttu í Seðlabankanum sem gæti orðið öðrum vegvísir.

Þórður Runólfsson, 12.9.2009 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband