Búist við kröftugri mótmælum! Ungmenni hreinsa út.

Sigurjón M. Egilsson seigir: 

http:eyjan.is/goto/sme/

"Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðins, held hann heiti Paul Thompson, fundaði með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Fulltrúinn sagði stöðu Íslendinga með því versta, ef ekki það versta, sem hann hefur séð. Og hefur hann þó áralanga reynslu af störfum meðal þjóða í fjárhagsvanda.Hann mun hafa sagt ótrúlegt að við ætlum að reka ríkissjóð með 150 milljarða króna halla. Hann sagði enga vilja lána okkur til að fjármagna hallann. Nú séum við með peninga frá Aþjóðagjaldeyrissjóðnum og helstu vinaþjóðum. Fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun hafa sagt að ekki væri mögulegt að halda að við getum fjármagnað umframkeyrsluna með ófengnu lánsfé.Niðurstaðan er þessi. Staða okkar er enn að versna. Á næstu vikum mun meiri vandi koma í ljós. Við erum að einangrast þar sem aðrir vilja ekki lána okkur peninga. Það mun láta nærri að við verðum að skera enn frekar niður. Þess vegna um 100 milljarðar. Átakatími verður strax eftir áramót."
mbl.is Fóru inn í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Shit skera niður hvar?

Það er ekki hægt að skera meira niður án þess að fólk fari að svelta í hel.

A.L.F, 18.12.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Nonni

Það þarf að taka AGS á beinið.

Nonni, 18.12.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband