Niðurgreid okurstarfsemi

Las fréttina og hugsaði með mér að best væri nú að athuga hvort síminn hefði nú fellt niður þessa þjónustu hjá mér eins og ég bað um fyrir tæpum mánuði. Var í ISDN+ net áskrift sem gefur allt að 128 Kb/s samband og borgaði morðfjár í hverjum mánuði. Og viti menn - nei sú þjónustubeiðni virtist ekki hafa skilað sér. Gaman væri að vita hvað síminn hefði grætt á þessari þjónustu. Niðurgreiðslan er bara hreinn gróði við þann gróða. Til umhugsunar: Grunnskóli hér í sveit greiddi 1 miljón á mánuði fyrir þessa þjónustu til símans.
mbl.is Síminn fær 163 milljónir úr jöfnunarsjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þórður,

Ingi heiti ég og vinn hjá Símanum. Ég vill benda þér á að hafa samband við þjónustuver Símans í 8007000  eða senda póst í 8007000@siminn.is til þess að láta klára þín mál. Eins er hægt að senda inn ábendingu á þessari síðu  þannig getur þú komið þínum orðum að vandamálinu og ef þú skilur eftir símanúmer og eða tölvupóstfang getum við haft samband við þig þegar málinu er lokið.

Ingi (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband