9.12.2008 | 14:00
Að berjast fyrir hugsjónum.
Hvar og hverjar eru hugsjónir ykkar Íslendingar? Af hverju eru þið ekki að berjast fyrir hugsjónum ykkar? Af hverju látið þið 20-30 manna hóp taka hitan og þungan af baráttunni gegn spillingunni.
Af hverju er þessi þrælslund í ykkur Íslendingar? Við hvað eru þið hrædd? Eru þið hrædd við sjálfan ykkur?
Stjórnvöld voru ekki hrædd við að skella á ykkur gjaldþrotum, uppsögnum, lygum, spillingu og hörmungum.
Ég hvet ykkur til að taka upp kyndilinn og þramma gegn spillingunni með hugsjónir um betra Ísland að vopni.
Vilja ríkisstjórnina burt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fólk talar um að gera Byltingu 11 mai 2009
Sigmar Ægir Björgvinsson, 9.12.2008 kl. 15:25
Lausnin er kannski ekki endilega sú að allir verði jafnir en því síður er hún fólgin í ríkisstjórn sem sér til þess að sumir geti eytt og spreðað með því að falsa verðgildi fyrirtækja og skilið svo skuldirnar eftir hjá láglaunafólki.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.