Neyðarstjórn Rauðakross Íslands.

Eftirmæli ríkisstjórnar Geirs H. Haarde:

“Miðstöð, þar sem aðstoð verður veitt í samræmi við neyðarvarnaskipulag Rauða krossins, verður sett á laggirnar á næstu vikum til að bregðast við þörf sem hefur skapast í samfélaginu í kjölfar efnahagsástandsins. Boðið verður upp á sálrænan stuðning, ráðgjöf og námskeið til að takast á við breyttar aðstæður fólks í landinu. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi Rauða krossins í gærkvöldi”

Tekið úr tilkynningu frá Rauðakrossi Íslands.

Svo talar Geir um að þjóðfélagið sé komið aftur ca. til 2006!!

Íslenskt þjóðfélag er komið niður á einhvern botn sem það hefur aldrei snert áður.

Sett voru neyðarlög vegna bankahruns í haust til að tryggja eðlilega bankastarfsemi.

En hvað með mannfólkið í þessu þjóðfélagi? Þarf ekki að tryggja hér fólki og fjölskyldum mannsæmandi viðurfæri og athvarf á neyðarstundu?

Komandi ríkistjórn þarf að íhuga það sterklega að setja hér neyðarlög til bjargar heimilum og atvinnurekstri og hún þarf að beita öllum tiltækum ráðum til að ná þjóðinni með sér í þau verk, vond og góð sem þarf að framkvæma.
Annars munum við standa í sömu sporum og við stöndum í dag áður en langtum líður.


mbl.is Framsókn ver nýja stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband