12.4.2009 | 22:40
'Hrært' skyr súrnar!
Úr kvöldfréttum Stöðvar 2:
"Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Fyrir mér er það augljóst að þeir sem voru hér á skrifstofunni og gegndu æðstu embættisstörfum höfðu vitneskju að styrkir höfðu borist. Það sem máli skipti hinsvegar er ekki þetta heldur hitt. Hver tekur ákvörðun um færa þær upphæðir í bækur flokksins," sagði Bjarni.
Ég tel að báðir framkvæmdastjórarnir, Kjartan sem var þá að ljúka störfum og Andri sem var að hefja störf, hafi haft vitneskju eftir að styrkurinn kom í hús."
Já, Bjarni það er alveg fráleitt að draga nafn Kjartans inn í þetta mútur FL-REI-Sjálftökuflokksmál. Þú hlýtur að hafa átt við Kjartan Gunnarsson fráfarandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflaksins.
Ef þú ert annars hættur að botna í þessu skaltu bara lappa inn á stöð og biðja einhvern löggumann kíkja á þetta fyrir þig. Það mundi kallast eins og Sjálfstæðismenn segja mikið í dag: Að ganga hreint til verks!
Fráleitt að draga nafn Kjartans inn í atburðarásina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bara smá ábending - Þórður -
ég veit að þú ert orðljótur og að þú tjáir þig með uppnefnum og útúrsnúningum -
en ég er ekki aðili að því framferði þínu.
ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG KR. 5.000.- Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.4.2009 kl. 07:30
Að skila fénu lætur ekki glæpinn hverfa. Og til hvers að skila fénu ef enginn var glæpurinn?
Þórður Runólfsson, 13.4.2009 kl. 09:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.